Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 7. febrúar 2002 kl. 16:35

Tvö börn hætt komin í tjörn í Innri-Njarðvík

Á þriðjudagskvöldið var tveim börnum bjargað út tjörn rétt fyrir neðan kirkjuna í Innri-Njarðvík, sem hafði myndast eftir rokið um helgina. Nokkrar tjarnir hafa myndast eftir ströndinni frá Stapa að Fitjum og geta þær verið mjög varasamar.Þunnur ís var yfir tjörninni þar sem börnin voru og hélt hann þeim ekki, þannig að þau fóru niður um vök. Tveir menn sem fyrir tilviljun áttu leið framhjá sáu hvað verða vildi og fóru börnunum til hjálpar. Annar mannanna fór eftir ísnum og komst til barnanna en féll þá sjálfur í vökina. Hann kom börnunum upp á ísinn og þau fikruðu sig í átt á landi en féllu aftur niður, aftur kom hann þeim og sjálfum sér upp á ísinn en þau fóru öll niður í þriðja sinn og voru þá bæði orðin köld og þrekuð. Félagi mannsins sem var þarna hjá var að fara eftir meiri hjálp, þegar manninum tókst í þriðja sinn að koma börnunum og sjálfum sér uppúr tjörninni. Börnin, sex ára drengur og aðeins eldri stúlka, eru systkyni og keyrðu mennirnir þau heim eftir volkið og létu svo lögreglu vita af þessari hættu. Starfsmenn bæjarins hafa litið á aðstæður og segja lítið hægt að gera vegna þess að þetta sé svo stórt svæði þar sem tjarnir og lón hafa myndast. Því er áríðandi að foreldrar fylgist með börnum sínum svo ekki komi til stórslyss á þessu svæðu. Mennirnir sem björguðu börnunum segja að ekki hafi mátt muna miklu að illa færi og að það hefði verið vonlaust fyrir börnin að bjarga sér þarna upp sjálf. Atvikið átti sér stað undir kvöld og farið að rökkva, því var erfitt að koma auga á börnin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024