Tvö blöð eftir á árinu - Víkurfréttir með áramótablað
Víkurfréttir eiga eftir að gefa út tvö blöð á þessu ári. Jólablað II kemur út í næstu viku. Það verður þykkt og efnismikið eins og jólablaðið í þessari viku. Þeir sem þurfa að koma að auglýsingu í næsta blaði eru hvattir til að bóka pláss hjá auglýsingadeildinni sem fyrst í síma 421 0001 eða með pósti á [email protected]
Þá má vekja athygli á því að Víkurfréttir gefa út blað milli jóla og nýárs. Það blað kemur út fimmtudaginn 27. desember. Auglýsingar í það blað verða hins vegar að hafa borist í síðasta lagi föstudaginn 21. desember, þar sem búa þarf blaðið til prentunar fyrir jól.
Þeir sem þurfa að auglýsa fyrir áramótin ættu að nýta sér þetta tækifæri en hafa í huga að skila þarf inn auglýsingum í næstu viku, í síðasta lagi 21. desember, eins og segir hér að framan.