Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö björgunarskip til leitar að lúðuveiðara
Þriðjudagur 24. ágúst 2004 kl. 17:21

Tvö björgunarskip til leitar að lúðuveiðara

Björgunarskipin Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði og Oddur V. Gíslason frá Grindavík voru send til leitar að lúðuveiðiskipi nú eftir hádegið, sem síðast var vitað um 66 sjómílur suð-vestur af landinu. Ekki hafði náðst í skipið né það svarað tilkynningaskyldu frá því í gær og var óttast um afdrif skipsins.
Björgunarskipin höfðu verið á siglingu í um klukkustund þegar lúðuveiðarinn lét frá sér heyra og var þá á landleið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024