Tvö banaslys milli Hafnargötu og Hringbrautar á 15 mánuðum
Banaslysið á Vesturgötu sl. föstudagskvöld er annað banaslysið í umferðinni í Reykjanesbæ þar sem ekið er á gangandi vegfaranda á 15 mánuðum.
Þann 27. ágúst í fyrra var ekið gangandi vegfaranda á Faxabraut í Keflavík. Vegfarandinn, kona á áttræðisaldri, lést í slysinu. Slysið varð á Faxabraut á milli Hringbrautar og Hafnargötu.
Slysið sl. fösudag varð á Vesturgötu á milli Hringbrautar og Hafnargötu. Báðar eiga þær Vesturgata og Faxabraut það sammerkt að vera tengibrautir á milli þessara stóru umferðaræða í bænum.
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa undandarin ár staðið fyrir miklum áróðri í umferðarmálum bæjarins. Umtalsverður árangur hefur náðst í að draga úr slysum, en slysum í bænum hefur fækkað um tæp 40% á nokkrum árum.
Banaslysin tvö á rétt rúmu ári setja hins vegar svartan blett á umferðarmál bæjarins.
Þann 27. ágúst í fyrra var ekið gangandi vegfaranda á Faxabraut í Keflavík. Vegfarandinn, kona á áttræðisaldri, lést í slysinu. Slysið varð á Faxabraut á milli Hringbrautar og Hafnargötu.
Slysið sl. fösudag varð á Vesturgötu á milli Hringbrautar og Hafnargötu. Báðar eiga þær Vesturgata og Faxabraut það sammerkt að vera tengibrautir á milli þessara stóru umferðaræða í bænum.
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa undandarin ár staðið fyrir miklum áróðri í umferðarmálum bæjarins. Umtalsverður árangur hefur náðst í að draga úr slysum, en slysum í bænum hefur fækkað um tæp 40% á nokkrum árum.
Banaslysin tvö á rétt rúmu ári setja hins vegar svartan blett á umferðarmál bæjarins.