Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö bakarí á Suðurnesjum keyptu iðnaðarsaltið
Mánudagur 16. janúar 2012 kl. 13:37

Tvö bakarí á Suðurnesjum keyptu iðnaðarsaltið

Tvö bakarí á Suðurnesjum eru á lista yfir þau fyrirtæki sem keyptu margrætt iðnaðarsalt af Ölgerðinni. Bakaríin eru Hérastubbur bakari í Grindavík og Nýja bakaríið í Keflavík. Listinn er birtur á vef RÚV.

Þar segir einnig að iðnaðarsaltið frá Akzo Nobel sé hættulaust til neyslu, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Helsti munurinn á því og matarsalti er sá, að það er í mörgum tilvikum geymt utandyra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Iðnaðarsaltið frá AkzoNobel er ósigtað, og því kunna að leynast í því kekkir úr kalki og öðrum aðskotaefnum. Framleiðandinn telur það hættulaust til neyslu. Helsti munurinn á því og matarsalti sé sá, að iðnaðarsaltið megi geyma utanhúss. Saltið komi úr sömu námu og salt sem notað sé til matvælagerðar en sé grófara. Í öllum tilvikum sé það þó pakkað í plastsekki.