Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 22. ágúst 2000 kl. 08:33

Tvítug með kókaín innvortis

Sunnudaginn 13. ágúst var íslensk stúlka um tvítugt handtekin af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um fíkniefnainnflutning.Ekkert fannst í farangri hennar, en eftir röntgenskoðun kom í ljós að hún var með rúm 100 grömm af kókaíni innvortis. Fljótlega vöknuðu grunsemdir um að hún væri ekki eigandi efnanna og var karlmaður um þrítugt handtekinn af fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, stuttu eftir að hann kom til landsins frá Amsterdam mánudaginn 14. ágúst. Stúlkan var í gæsluvarðhaldi til 18. ágúst en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. ágúst. Rannsókn málsins er í höndum fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur fíkniefnamál hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, meðal annars var fertugur íslenskur karlmaður tekinn með 130 grömm af hassi og maríjúana. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Breskur ferðamaður sem hugði á hálendisferð um Ísland, var tekinn með 5 grömm af hassi. Hann var sektaður að lokinni skýrslutöku. Samferðamenn og fararstjórar óskuðu síðan eftir að hann yrði sendur úr landi og fór hann til baka morguninn eftir til Englands. Síðan var tæplega fimmtugur karlmaður sem kom frá Kaupmannahöfn stöðvaður og í farangri hanns fannst rúmlega 30 grömm af hassi og maríjúana.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024