Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. febrúar 2002 kl. 00:56

Tveir Vítisenglar staddir í Grindavík

Tveir félagar úr samtökum danskra Vítisengla, Hells Angels, eru nú í félagsheimili vélhjólaklúbbsins MC FAFNER í Grindavík. Talsmaður klúbbsins sagði Vítisenglana verða hér á landi fram á sunnudag.Þrír aðrir Vítisenglar úr fyrri Kaupmannahafnarflugvélinni frá því í gær, fimmtudag, munu vera undir ströngu eftirliti í biðsal í suðurbyggingu Leifsstöðvar. Talsmaður íslensku mótorhjólasamtakanna hefur það eftir Vítisenglunum sem hleypt var inn í landið að félagar þeirra séu í járnum. Það hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglu. Mönnunum verður vísað úr landi í fyrramálið og sendir með flugi aftur til Kaupmannahafnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024