Tveir vísindamenn af Suðurnesjum á topplistanum
Af þrjú þúsund áhrifamestu vísindamönnum heims starfa tíu á Íslandi. Þar af koma tveir frá Suðurnesjum. Þetta kemur fram í nýjum lista Thomson Reuters og vitnað er til hans á vef mbl.is.
„Staða íslenskra vísindamanna á listanum er frábær viðurkenning á árangri vísindastarfs á Íslandi en af þeim 10 sem eru á listanum eru þrír með stöðu prófessors við Háskóla Íslands og fimm með stöðu rannsóknaprófessors við skólann,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands.
Á listann komast þeir vísindamenn sem eru hópi þess eins prósents í sinni fræðigrein í heiminum sem mest er vitnað til í vísindagreinum.
Á íslenska listanum eru tveir sem tengjast Suðurnesjum, nánar tiltekið Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þau eru:
Daníel F. Guðbjartsson, Íslensk erfðagreining / HÍ, Rannsóknaprófessor
Unnur Þorsteinsdóttir, Íslensk erfðagreining / HÍ, Rannsóknaprófessor