Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir vísindamenn af Suðurnesjum á topplistanum
Laugardagur 19. september 2015 kl. 07:11

Tveir vísindamenn af Suðurnesjum á topplistanum

Af þrjú þúsund áhrifa­mestu vís­inda­mönn­um heims starfa tíu á Íslandi. Þar af koma tveir frá Suðurnesjum. Þetta kem­ur fram í nýj­um lista Thom­son Reu­ters og vitnað er til hans á vef mbl.is.

„Staða ís­lenskra vís­inda­manna á list­an­um er frá­bær viður­kenn­ing á ár­angri vís­inda­starfs á Íslandi en af þeim 10 sem eru á list­an­um eru þrír með stöðu pró­fess­ors við Há­skóla Íslands og fimm með stöðu rann­sókna­pró­fess­ors við skól­ann,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands.

Á list­ann kom­ast þeir vís­inda­menn sem eru hópi þess eins pró­sents í sinni fræðigrein í heim­in­um sem mest er vitnað til í vís­inda­grein­um.

Á íslenska listanum eru tveir sem tengjast Suðurnesjum, nánar tiltekið Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þau eru:

Daní­el F. Guðbjarts­son, Íslensk erfðagrein­ing / HÍ, Rann­sókna­pró­fess­or
Unn­ur Þor­steins­dótt­ir, Íslensk erfðagrein­ing / HÍ, Rann­sókna­pró­fess­or

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024