Tveir við "skál" og einn við "pilluglas"
Fjölmargir landsmenn sjá á eftir ökuréttindum sínum fyrir ölvunarakstur um þessa einu mestu ferðahelgi sumarsins. Á Suðurnesjum hafði lögreglan hendur í hári tveggja ökumanna sem voru við "skál" undir stýri. Þá var einn stöðvaður fyrir að aka undir áhrifum lyfja, sem er ekki síður alvarlegt brot.Ökumaðurinn á lyfjunum var stöðvaður af lögreglu á Reykjanesbraut við Seylubraut í Njarðvík eftir að hafa rásað um Reykjanesbrautina á leið til Keflavíkur og meðal annars ekið aftan á vörubifreið. Ökumaðurinn reyndist vera á deyfandi lyfjum og engan veginn með réttu ráði. Hann fær að sjá á eftir ökuréttindum sínum eins og þeir tveir sem höfðu áfengi um hönd við aksturinn.