Tveir teknir sofandi
Í gærkvöldi og í nótt þurfti lögreglan í Keflavík tvisvar að hafa afskipti af mönnum sem sváfu áfengissvefni í miðbæ Reykjanesbæjar.
Um kl. 20 í gær var sá fyrri tekinn fyrir utan verslun á Tjarnargötu og ekið til síns heima án teljandi vandræða. Sá seinni var hins vegar ekki jafn samvinnuþýður, en hann fannst fyrir utan veitingastað á Hafnargötunni á öðrum tímanum í nótt. Reyndu lögreglumenn að koma honum heim, en án árangurs. var hann því látinn sofa úr sér í fangaklefa.
Myndin er sviðsett