Fréttir | 22. júlí 2012 23:09

Tveir teknir síðustu nótt

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af tveimur ökumönnum í nótt. Var annar þeirra grunaður um ölvunarakstur og hinn um að aka undir áhrifum fíkniefna. 

Bæði málin komu upp við hefðbundið eftirlit lögreglu, og voru báðir ökumenn látnir lausir eftir að lögreglan hafði sinnt skyldum sínum, segir í frétt á mbl.is.

Til baka

Nýjustu fréttir