Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Tveir teknir með fíkniefni í endaþarmi
Þriðjudagur 14. apríl 2009 kl. 10:14

Tveir teknir með fíkniefni í endaþarmi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á páskadag tvo aðila vegna gruns um innflutning fíkniefna en tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafði stöðvað fólkið við komuna til landsins við hefðbundið eftirlit. Um er að ræða erlenda flugfarþega frá Amsterdam.

Þeir handteknu voru færðir til röntgenmyndatöku á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kom í ljós að báðir þessir aðilar höfðu fíkniefni innvortis. Þeir hafa skilað efnunum af sér en rannsókn á þeim er ekki lokið og liggur því ekki fyrir um hvaða efni eða magn er að ræða. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. apríl nk.


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25