Tveir teknir með fíkniefni
Tveir einstaklingar sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina reyndust vera með meint fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með kannabis og hinn með tvær kúlur af hvítu efni. Þeir voru báðir handteknir og færðir á lögreglustöð.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005, í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				