Tveir teknir fyrir hraðakstur
Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi. Sá fyrri var tekinn á Njarðarbrautinni í Reykjanesbæ en hann mældist á 85 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst. Seinni ökumaðurinn var tekinn á Reykjanesbrautinni við Grænás en hann mældist á 95 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 70 km/klst.
Þá fannst lítilræði af meintu kannabisefni við leit í bifreið í nótt. Farþegi í bifreiðinni viðurkenndi að eiga efnið.