Mánudagur 2. október 2006 kl. 21:32
Tveir teknir fyrir hraðakstur
Rólegt var á dagvaktinni hjá Keflavíkurlögreglunni. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá er hraðar ók var mældur á 128 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km og hinn á 119 km hraða.