Tveir teknir fyrir hraðakstur
Á Reykjanesbraut var einn stöðvaður fyrir að aka á 133 km hraða í gær, og annar á Garðvegi sem ók á 125 km hraða.
Minniháttar árekstur varð á Hafnargötu í Keflavík og engin slys á fólki. Þá voru skemmdir unnar á bifreið við Heiðarhvamm en búið var að rispa hægri hlið bílsins.
Höfð voru afskipti af tveimur ungum hjólreiðamönnum í Garði þar sem þeir voru ekki með reiðhjólahjálma. Bréf verða send til foreldra þeirra þar sem þeim er kynnt málið.