Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir teknir fyrir hraðakstur
Laugardagur 29. janúar 2005 kl. 13:04

Tveir teknir fyrir hraðakstur

Lögregla hafði afskipti af tveimur ökumönnum vegna hraðaksturs í gærkvöldi. Annar mældist á 102 km hraða á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg en þar er hámarkshraði 70 km/klst. Hinn mældist á 111 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Á næturvaktinni stöðvaði lögregla ökumann sem var grunaður um ölvun akstur. Viðkomandi, sem var á ferð í Sandgerði er lögreglan stöðvaði hann var frjáls ferða sinna eftir skýrslu- og blóðsýnatöku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024