Tveir teknir fyrir hraðakstur, tveir fyrir ölvun og einn dópaður
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi. Þeir voru teknir á 120 og 118 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Tveir ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur í Reykjanesbæ í nótt. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.
Þá fannst lítilræði að fíkniefnum við húsleit í Reykjanesbæ í nótt.
Tveir ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur í Reykjanesbæ í nótt. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.
Þá fannst lítilræði að fíkniefnum við húsleit í Reykjanesbæ í nótt.