Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir teknir á rúmlega 180
Mánudagur 12. maí 2008 kl. 09:34

Tveir teknir á rúmlega 180

Tveir ökumenn voru teknir höndum af lögreglu Suðurnesja um helgina þar sem þeir mældust á rúmlega 180 km hraða á Reykjanesbraut. Þeir voru báðir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða og fá þau varla aftur í bráð. Einnig mega þeir eiga von á háaum sektum fyrir athæfið.
Meðal annarra mála sem komu til kasta lögreglu um helgina má nefna að tveir ökumenn voru teknir, grunaðir um ölvunarakstur og sá þriðji fyrir að aka undir áhrifum eiturlyfja.

Þá voru tveir ökumenn í viðbót teknir fyrir hraðakstur, en sá sem hraðar ók var mældur á 140 km hraða.


VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024