Tveir teknir á hraðferð
Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi, en sá sem hraðar ók var á 120 km hraða á Garðskagavegi.
Þá var einn ökumaður stöðvaður að morgni nýársdags grunaður um ölvun og upp úr miðnætti í nótt var einn ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.