Fimmtudagur 19. janúar 2006 kl. 09:09
Tveir teknir á Brautinni
Lögregla hafði afskipti af tveimur ökumönnum á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gær. Önnur bifreiðin var ljóslaus að aftan og annað framljósið logaði ekki. Hin bifreiðin var stöðvuð á Reykjanesbraut við Vogaveg en ökumaður virti ekki stöðvunarskyldu.