Sunnudagur 10. desember 2000 kl. 05:11
Tveir talsvert slasaðir eftir bílveltu á Reykjanesbraut
Bílvelta varð í morgun á Reykjanesbraut við Vogastapa. Sex manns voru í bílnum, sem var einungis skráður fyrir fjóra auk ökumanns, og voru öll flutt á sjúkrahús, þar af tveir mikið slasaðir. Talsverðan tíma tók að ná öllum úr bílflakinu.