SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Tveir sviptir á staðnum fyrir glæfraakstur í íbúðabyggð
Miðvikudagur 2. október 2019 kl. 20:25

Tveir sviptir á staðnum fyrir glæfraakstur í íbúðabyggð

Í dag voru lögreglumenn við hraðamælingar á Ásbrú. Fylgst var sérstaklega með umferð um Skógarbraut, en þar er meðal annars leikskóli og íbúðabyggð. Á svæðinu gildir 30 km hámarkshraði.

Alls voru 18 ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur. Af þeim voru tveir sviptir ökuréttindum á staðnum, en þeir óku á 64 og 66 km hraða. Þá voru aðrir tveir einnig grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn undir áhrifum áfengis.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Flestir þeirra sem voru kærðir voru ýmist íbúar á svæðinu eða foreldrar að sækja börn í leikskóla.

„Þessi niðurstaða er algjörlega óviðunandi og eru ökumenn minntir á að virða reglur um hámarkshraða,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Lögreglan á Suðurnesjum mun halda uppi frekara eftirliti við skóla og leikskóla á næstunni.