Tveir sviptir á Brautinni, sá þriðji fékk gálgafrest
Tveir ökumenn voru í gær sviptir ökuréttindum til bráðabirgða fyrir vítaverðan hraðakstur á Reykjanesbrautinni.
Þeir voru stöðvaðir á Reykjanesbraut þar sem löglegur hámarkshraði er 50 km/klst, en annar var á 105 og hinn á 130.
Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð vegna brota sinna.
Þriðji ökumaðurinn var svo tekinn á 153 km hraða í Hvassahrauni þar sem hámarkshraði er 90 og slapp hann við að vera sviptur á stðanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má hann engu að síður eiga von á sviptingu ökuréttinda í einn mánuð.
VF-mynd úr safni
Þeir voru stöðvaðir á Reykjanesbraut þar sem löglegur hámarkshraði er 50 km/klst, en annar var á 105 og hinn á 130.
Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð vegna brota sinna.
Þriðji ökumaðurinn var svo tekinn á 153 km hraða í Hvassahrauni þar sem hámarkshraði er 90 og slapp hann við að vera sviptur á stðanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má hann engu að síður eiga von á sviptingu ökuréttinda í einn mánuð.
VF-mynd úr safni