Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir Suðurnesjamenn vilja í Rangárþing ytra
Sunnudagur 4. júlí 2010 kl. 15:46

Tveir Suðurnesjamenn vilja í Rangárþing ytra

Tveir Suðurnesjamenn eru á meðal 36 umsækjenda um stöðu sveitarstjóra í Rangárþingi ytra, en ráðið verður á næstu dögum í starfið. Annar Suðurnesjamaðurinn er Rúnar Fossádal Árnason, en hann er einnig á meðal umsækjenda um stöðu bæjarstjóra í Vesturbyggð. Hinn er Magnús Hlynur Hreiðarsson, sem er fæddur og uppalinn Vogamaður en hefur búið á Suðurlandi síðustu ár og starfað m.a. við fjölmiðlun.


Mynd: Flott sundlaug er í Rangárþingi ytra, sem vert er að heimsækja á ferðalögum um Suðurland. Mynd af vef sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024