Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir Suðurnesjamenn á Alþingi
Sunnudagur 13. maí 2007 kl. 08:55

Tveir Suðurnesjamenn á Alþingi

Björk Guðjónsdóttir úr Reykjanesbæ verður nýr alþingismaður Suðurkjördæmis þegar þing kemur saman á ný eftir kosningar, en hún er meðal 4 kjördæmakjörinna þingmanna Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

Þá er Grétar Mar Jónsson frá Sandgerði kominn inn sem jöfnunarþingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn, en þegar þetta er skrifað er nýbúið að birta lokaúrslit.

 

Úrslit kosninganna í Suðurkjördæmi hljóta að tekjast mikil vonbrigði fyrir Samfylkingu, sem tapaði tveimur þingmönnum frá síðustu þingkosningum og kom aðeins tveimur mönnum inn, Björgvini G Sigurðssyni og Lúðvíki Bergvinssyni. Þrátt fyrir það er fylgi flokksins svipað og 2003. Samfylking fékk 6783 atkvæði og 26,8% fylgi.

Attli Gíslason kom inn fyrir Vinstri græna sem voru með 9,9% fylgi og 2498 atkæði. Framsóknarmenn héldu sínum hlut, tveimur þingmönnum, og fengu 4745 atkv. Það er 18.7%. Bjarni Harðarsson kom nýr inn sem þingmaður svæðisins.

Stólaskipti voru í röðum Frjálslyndra þar sem Grétar Mar tekur þingsæti eins og áður kom fram, af Magnúsi Þór Hafasteinssyni.

 

VF-mynd/Þorgils - Oddvitar viðstaddir talningu hjá yfirkjörstjórn í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024