Tveir stöðvaðir í samfloti á 125 km. hraða
Í gærdag voru sex ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Þeir sem hraðast fóru voru í samfloti á Grindavíkurvegi. Mældur hraði á þeim var 125 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Afskipti voru höfð af 8 börnum yngri en 15 ára sem voru hjálmlaus við hjólreiðar. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu. Einn ökumaður var stöðvaður þar sem hann var að aka sviptur ökuleyfi.