Þriðjudagur 1. júní 2004 kl. 11:07
Tveir slösuðust í bílveltu á Reykjanesbraut
Tveir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík eftir bílveltu skammt innan við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut um klukkan 5:20 í morgun. Þrír voru í bifreiðinni, en einn slapp án meiðsla, að sögn lögreglu. Hinir tveir kvörtuðu yfir eymslum og baki og hálsi.