Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir slasaðir eftir flugeldaslys í Grindavík
Sunnudagur 1. janúar 2006 kl. 14:11

Tveir slasaðir eftir flugeldaslys í Grindavík

Tveir menn slösuðust þegar verið var að skjóta upp flugeldi við heimahús í Grindavík um miðnætti í gær. Hafði annar þeirra haldið á flugeld sem hann hugðist henda frá sér. Áður en til þess kom sprakk flugeldurinn.

Maðurinn sem hélt á flugeldinum slasaðist alvarlega á hendi en hinn hlaut minniháttar brunaáverka á brjósti og maga. Voru mennirnir báðir fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024