Tveir skakkir undir stýri
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um helgina eftir að staðfest hafði verið að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra ók án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Hann viðurkenndi neyslu á kannabis, sem sýnatökur staðfestu. Farþegi í bifreið hans framvísaði þremur pokum með kannabisefnum í og var hann einnig handtekinn.
Hinn ökumaðurinn hafði einnig neytt kannabis. Hann ók sviptur ökuréttindum og var að auki eftirlýstur vegna afplánunar vararefsingar.