Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Tveir sigurvegarar af Suðurnesjum í teiknikeppni grunnskólanna
Mynd Valgerðar Amelíu
Þriðjudagur 13. mars 2018 kl. 11:09

Tveir sigurvegarar af Suðurnesjum í teiknikeppni grunnskólanna

Í ár voru tveir sigurvegarar af Suðurnesjum sem hlutu viðurkenningu í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar fyrir 4. bekkinga, þau Jakub Stypulkowski nemandi í Grunnskólanum í Sandgerði og Valgerður Amelía Reynaldsdóttir nemandi í Gerðaskóla Garði.
Teiknisamkeppnin hóst sl. haust og er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn.

Myndefnið í keppninni er frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði. Í ár bárust inn rúmlega 1.400 myndir frá sextíu skólum alls staðar að af landinu. Tíu verðlaunahafar hlutu viðurkenningu fyrir teikningar sínar ásamt því að fá 40.000 kr peningagjöf frá Mjólkursamsölunni sem rennur óskiptur í bekkjarsjóð viðkomandi verðlaunahafa. 

Public deli
Public deli


 

Mynd Jakub Stypulkowski