Tveir sækjast eftir 1. sæti hjá Samfylkingu og K-lista í Sandgerði
Prófkjör sameiginlegs framboðs Samfylkingar, K-lista og óháðra borgara í Sandgerði fer fram næstkomandi laugardag. Prófkjörið fer fram í sal Miðhúsa að Suðurgötu 17-21 og stendur yfir frá klukkan 10.00 – 18.00.
Þeir sem bjóða sig fram í prófkjörinu eru eftirtaldir aðilar í stafrófsröð:
Ásgeir Þorkelsson, 2. – 4. sæti
Guðrún Arthúrsdóttir, 2. – 3. sæti
Gunnar J. Ásgeirsson, 6. sæti
Helgi Haraldsson, 3. sæti
Jón Norðfjörð, 3. – 4. sæti
Júlíus Einarsson, 2. – 4. sæti
Kristinn Halldórsson, 5. sæti
Ólafur Þór Ólafsson, 1. sæti
Sigríður Jónsdóttir,,2. – 4. sæti
Sigursveinn Bjarni Jónsson, 1. sæti
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, 2. sæti