Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 10. mars 2003 kl. 08:45

Tveir óku á sama ljósastaurinn

Ökumaður missti vald á bifreið sinni og ók á ljósastaur á Reykjanesbrautinni, skammt frá Grindavíkurvegi, um sjöleytið í gærkvöldi. Ökumanninn sakaði ekki, en ljósastaurinn brotnaði og féll þvert á veginn. Ein bifreið ók yfir ljósastaurinn og varð fyrir skemmdum.Talsverð hálka var á veginum og snjókoma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024