Tveir milljónavinningar til Suðurnesja
Í milljónaútdrætti Happdrættis Háskólans þann 20. febrúar sl. voru dregnir út 10, einnar milljón króna vinningar. Tveir þeirra komu í hlut miðaeigenda sem búsettir eru á Suðurnesjum. Annar þeirra er karlmaður búsettur í Keflavík, en hinn miðinn er í eigu kvenmanns í Grindavík.
Aðrir vinningar í útdrættinum lentu á Akureyri, Neskaupstað, Hveragerði, Selfossi, Hafnarfirði og Reykjavík. Í Hafnarfirði lenti milljónavinningurinn hjá hópi á vinnustað sem á nokkra miða sameiginlega.
Frekari upplýsingar um dreifingu vinninga má finna á heimasíðu Happdrættis Háskólans, www.hhi.is.
Aðrir vinningar í útdrættinum lentu á Akureyri, Neskaupstað, Hveragerði, Selfossi, Hafnarfirði og Reykjavík. Í Hafnarfirði lenti milljónavinningurinn hjá hópi á vinnustað sem á nokkra miða sameiginlega.
Frekari upplýsingar um dreifingu vinninga má finna á heimasíðu Happdrættis Háskólans, www.hhi.is.