Tveir menn gistu fangageymslur lögreglu
Tveir minniháttar árekstrar urðu á Suðurnesjum í gær, annar í Keflavík og hinn á Reykjanesbraut.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist hraði hans 114 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Í nótt voru tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur. Þá gistu tveir menn fangageymslu lögreglunnar vegna ölvunar og óspekta á almannafæri.