Tveir meiddust í slagsmálum í nótt
Nokkuð var um útköll hjá lögreglunni í Keflavík í nótt.
Tvisvar var hún kölluð út vegna slagsmála í miðbæ Reykjanesbæjar og voru tveir menn fluttir á Heilbrigðisstofnunina vegna höfuðmeiðsla.
Þá var tæplega þrítugur karlmaður handtekinn á veitingastað í bænum eftir að meint ólögleg fíkniefni fundust í fórum hans. Hann var látinn laus eftir yfirheyrslu.
Um helgina voru tveir ökumenn teknir fyrir hraðakstur, báðir á Grindavíkurvegi. Einnig voru tveir ökumenn teknir á aðfararnótt laugardags grunaðir um ölvun við akstur.
Tvisvar var hún kölluð út vegna slagsmála í miðbæ Reykjanesbæjar og voru tveir menn fluttir á Heilbrigðisstofnunina vegna höfuðmeiðsla.
Þá var tæplega þrítugur karlmaður handtekinn á veitingastað í bænum eftir að meint ólögleg fíkniefni fundust í fórum hans. Hann var látinn laus eftir yfirheyrslu.
Um helgina voru tveir ökumenn teknir fyrir hraðakstur, báðir á Grindavíkurvegi. Einnig voru tveir ökumenn teknir á aðfararnótt laugardags grunaðir um ölvun við akstur.