Tveir létust í umferðarslysi á Reykjanesbraut í morgun
Tveir eru látnir eftir harðan árekstur þriggja bíla á Reykjanesbraut á Strandarheiði skammt austan Vogaafleggjara um klukkan hálf sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík voru tveir látnir er lögreglan kom á vettvang. Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Reykjavík og ekki fréttir fengist af líðan þeirra. Slysið varð með þeim hætti fólksbifreið á leið til Reykjavíkur lenti á vinstra framhorni lítillar fólksflutningabifreiðar og síðan á fólksbifreið sem kom á eftir henni.Ökumaður var einn í annarri fólksbifreiðinni en þrír voru í hinni. Fólkið í fólksflutningabifeiðinni mun hafa sloppið með minni háttar meiðsli, en ökumenn fólksbílanna létust í slysinu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður Reykjanesbrautin opnuð innan skamms, en hún hefur verið lokuð í allan morgun.
VF-Ljósmynd: Frá slysstað á Reykjanesbraut í morgun
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður Reykjanesbrautin opnuð innan skamms, en hún hefur verið lokuð í allan morgun.
VF-Ljósmynd: Frá slysstað á Reykjanesbraut í morgun