Tveir lausir hundar teknir
Lögreglu barst tvisvar ábending um lausa hunda á dagvaktinni í gær. Lögregla vil árétta við hundaeigendur að lausaganga hunda er bönnuð.
Þá voru afskipti höfð af þremur börnum þar sem þau voru hjálmlaus við hjólreiðar. Samkvæmt reglum þá skulu börn yngri en 15 ára vera með hlífðarhjálm við hjólreiðar.
Loks var einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbelti við aksturinn.
Mynd úr safni. Eigendur þessa hunds voru séðari en svo að hleypa honum lausum út í bæ.