Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir látnir eftir að fisflugvél brotlenti
Frá vettvangi á Njarðvíkurheiði.
Laugardagur 20. október 2012 kl. 19:02

Tveir látnir eftir að fisflugvél brotlenti

Í dag kl. 15:20 barst lögreglunni á Suðurnesjum boð frá Neyðarlínunni um að fisflugvél hefði brotlent skammt frá fisflugvellinum Sléttu sem er í Njarðvíkurheiði skammt SV við Seltjörn. Lögreglan fór á vettvang ásamt sjúkrabifreið og lækni. Þá var slökkvibifreið send á vettvang. Rannsóknarnefnd flugslysa var tilkynnt um slysið.


Fisflugvél hafði brotlent í mólendi um 1 km SA af fisflugvellinum. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Ekki er unnt að skýra nánar frá aðdraganda slyssins né frá nöfnum hinna látnu að svo komnu. Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins ásamt Rannsóknarnefnd flugslysa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024