Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir karlar nýir inn í Suðurkjördæmi - tvær ungar konur út
Frá alþingiskosningunum 2017. Kosið var í fyrsta sinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ. VF-mynd/pket.
Sunnudagur 29. október 2017 kl. 13:29

Tveir karlar nýir inn í Suðurkjördæmi - tvær ungar konur út

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá báðir þingmann í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn tapa manni

Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn töpuðu bæði manni en Miðflokkurinn og Flokkur fólksins koma inn sem nýir flokkar í Suðurkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar 2017 sem fram fóru í gær. Tveir nýir þingmenn í Suðurkjördæmi setjast því á Alþingi eftir kosningarnar í gær. Þetta eru þeir Birgir Þórarinsson úr Miðflokknum og Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins. Af þingi detta Unnur Brá Konráðsdóttir úr Sjálfstæðisflokki og Jóna Sólveig Elínardóttir úr Viðreisn.

Sjálfstæðisflokkurinn er áfram stærstur í kjördæminu með 25% en tapar fylgi og einum þingmanni. Framsóknarflokkurinn er næst stærstur, vann mikinn varnarsigur og fékk 18,65% fylgi og hélt sínum tveimur mönnum þrátt fyrir klofning. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 14,26% og fær einn mann. Flokkur fólksins kemur sterkur inn í þessum kosningum og fær mann inn á þing í kjördæminu. 

Tölur og gögn frá ruv.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þingmenn Suðurkjördæmis eftir kosningarnar 2017.