Tveir í farbanni og einn í gæsluvarðhaldi
Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú til rannsóknar mál er snýr að ætluðum brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Rannsóknin er vandasöm og er brýnt að standa vel að henni.
Þrír hafa setið í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, en tveimur hefur verið sleppt og hefur verið bönnuð för af landinu. Mikilvægt er að rannsaka alla þætti þessa máls og stendur sú rannsókn enn. Á þessu stigi mun lögregla ekki tjá sig um einstök atriði hennar.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.