Tveir handteknir með hvítt á nefinu
Staðnir að neyslu og hentu efnunum frá sér.
Tveir karlmenn voru nýverið staðnir að fíkniefnaneyslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Voru þeir að neyta amfetamíns þegar lögreglumenn bar að og hentu fíkniefnunum frá sér. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð til að athuga hvort þeir væru með meiri efni í fórum sínum. Svo reyndist ekki vera. Báðir voru mennirnir með hvítt á nefinu og báru greinileg merki fíkniefnaneyslu. Þeir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum.