Tveir gistu fangageymslur lögreglu í nótt
Tveir karlmenn gistu fangageymslur lögreglunnar í Keflavík í nótt vegna ölvunar. Voru þeir báðir á „fimmtudagsfylleríi“ og voru með talsverðar óspektir. Annar lét ófriðlega í leigubíl á Miðnesheiðinni en hinn var á röltinu á Skólaveginum í nótt og ákvað lögregla að leyfa þeim að sofa þetta úr sér í fangaklefanum. Sá sem var tekinn á röltinu sefur enn, en hinn er farinn.Þá voru fjórir ökumenn teknir vegna hraðaksturs og fá þeir að borga einhverjar sektir fyrir það.