Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir fluttir á slysadeild
Mánudagur 26. maí 2003 kl. 14:53

Tveir fluttir á slysadeild

Rétt fyrir klukkan tvö í dag varð harður árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang og voru ökumenn beggja bifreiðanna fluttir til skoðunar á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Annar ökumaðurinn hlaut talsverðar skrámur, en ökumaður hinnar bifreiðarinnar var þunguð kona og er hún enn til rannsóknar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðarnar eru talsvert skemmdar og vinna lögreglumenn nú að því að hreinsa vettvang.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024