Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tveir drengir í Reykjanesbæ skemmdu bíla
Sunnudagur 6. júlí 2008 kl. 09:35

Tveir drengir í Reykjanesbæ skemmdu bíla

Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um tvo drengi að skemma bifreiðar með því að ganga yfir þær.  Þeir komust undan eiganda einnar bifreiðarinnar sem hafði reynt að hlaupa þá uppi. Á vef lögreglunnar kemur fram að vitað er hverjir drengirnir eru og verður haft tal af þeim síðar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan hafði afskipti af tveimur félögum drengjanna sem einnig höfðu verið á staðnum, en þó ekki viðriðnir skemmdarverkin. Voru þeir ölvaðir og höfðu nokkuð af áfengi meðferðis.  Foreldrum var gert að sækja þá á lögreglustöðina.

 

Önnur verkefni lögreglunnar tengdust kvörtunum vegna hávaða og ölvunar í heimahúsum í öllum sveitarfélögunum á svæðinu. Ölvaður maður var handtekinn í Grindavík eftir ólæti. Ógnaði mönnum með hníf og skemmdi bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu.Ein líkamsárás varð kærð og átti hún sér stað á einum skemmtistaðanna.

Ofurölvi ökumaður bifreiðar var handtekinn í miðbæ Keflavíkur í gærkvöld.  Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við stjórn á bifreið sinni. Annar ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur innanbæjar í Keflavík, en hann mældist á 81 km hraða.

Af  vef lögreglunnar.