Tveir brenndust á brennu í Reykjanesbæ
Tveir starfsmenn við nýársbrennuna í Reykjanesbæ brenndust þegar þeir voru að ausa eldsneyti á bálköstinn. Annar brenndist m.a. á hálsi og hendi en hinn á hendi. Björgunarsveitarmenn óku þeim sem brenndist meira á slysamóttöku á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Það var fyrir tilviljun að björgunarsveitarmennirnir voru á staðnum, en Björgunarsveitin Suðurnes var ekki þátttakandi á neinn hátt í brennunni eða gæslu við hana. Brennan var á vegum Reykjanesbæjar og tveggja fyrirtækja.
Sigurður Baldur Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, sagði að björgunarsveitin hafi beðist undan því verkefni að vera með gæslu við brennuna, enda hafi félagar í björgunarsveitinni staðið í ströngu síðustu daga, bæði vegna flugeldasölu og einnig í tugum óveðursútkalla. Hann sagðist ekki hafa vitað hverjir sáu um gæslu við brennuna. Björgunarsveitarmenn sem komu á staðinn hafi ætlað að skjóta upp nokkrum flugeldum en af því hafi ekki orðið þar sem þeir hafi farið í það verkefni að koma þeim sem var með meiri brunasár undir læknishendur.
Mynd: Frá brennunni í Reykjanesbæ síðdegi í gær. Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson
Það var fyrir tilviljun að björgunarsveitarmennirnir voru á staðnum, en Björgunarsveitin Suðurnes var ekki þátttakandi á neinn hátt í brennunni eða gæslu við hana. Brennan var á vegum Reykjanesbæjar og tveggja fyrirtækja.
Sigurður Baldur Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, sagði að björgunarsveitin hafi beðist undan því verkefni að vera með gæslu við brennuna, enda hafi félagar í björgunarsveitinni staðið í ströngu síðustu daga, bæði vegna flugeldasölu og einnig í tugum óveðursútkalla. Hann sagðist ekki hafa vitað hverjir sáu um gæslu við brennuna. Björgunarsveitarmenn sem komu á staðinn hafi ætlað að skjóta upp nokkrum flugeldum en af því hafi ekki orðið þar sem þeir hafi farið í það verkefni að koma þeim sem var með meiri brunasár undir læknishendur.
Mynd: Frá brennunni í Reykjanesbæ síðdegi í gær. Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson