Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir bílþjófnaðir í gær
Fimmtudagur 30. september 2004 kl. 11:05

Tveir bílþjófnaðir í gær

Í gær var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um tvo bílþjófnaði. Fyrri tilkynningin barst í morgunsárið þar sem bifreið hafði verið stolið frá heimahúsi. Seinna um daginn handtók lögregla tvo menn grunaða um verknaðinn, auk þess sem þeir voru grunaðir um búðarhnupl í nokkrum verslunum í miðbæ Keflavíkur. Bifreiðin fannst síðdegis á fáförnum bílslóða á í nágrenni Reykjanesbæjar og var hún mikið skemmd. Málið er í rannsókn.

Um níuleytið í gærkvöld var tilkynnt um þjófnað á óskráðri bifreið að gerðinni MMC Galant árgerð 1991 hvít að lit, þar sem hún stóð utan við Vesturbraut 8, Keflavík.  Bifreiðin var ógangfær þar sem sjálfskipting var biluð.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur laust fyrir miðnætti. Hann var mældur á 93 km hraða á Njarðarbraut þar sem leyfður hraði er 50 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024