Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 25. janúar 2002 kl. 18:05

Tveir árekstrar og hnullungahríð

Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í dag. Ekið var utan í bifreið í Njarðvík og annar árekstur varð í Grindavík þegar bifreið var ekið úr bifreiðastæði og í veg fyrir aðra bifreið.Þar varð að fjarlægja annan bílinn með dráttarbíl. Þá er lögreglan í Keflavík nú að kanna skemmdir sem urðu á bifreið þegar grjóthnullungar köstuðust undan öðrum bíl á Reykjanesbraut síðdegis. Aðilinn sem varð fyrir tjóninu kom á lögreglustöðina í Keflavík og hafði skrá hjá sér númer á bifreiðinni sem varð völd að tjóninu. Lögreglan hefur haft uppi á tjónvaldinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024