Tveir árekstrar með stuttu millibili
Tveir árekstrar urðu með stuttu millibili í Reykjanesbæ í gærmorgun.
Sá fyrri varð á gatnamótum Básvegar og Vatnsnesvegar, en þar varð lítið tjón og ekki slys á fólki.
Sá seinni varð á gatnamótum Flugvallarvegar og Sunnubrautar í Keflavík. Annar ökumaðurinn kvartaði um eymsli í hálsi og var önnur bifreiðin tekin burtu með kranabifreið.
Næturvaktin var afar róleg hjá lögreglu þar sem einn ökumaður var stöðvaður fyrir að virða ekki einstefnu á mótum Suðurgötu/Ránargötu.
Sá fyrri varð á gatnamótum Básvegar og Vatnsnesvegar, en þar varð lítið tjón og ekki slys á fólki.
Sá seinni varð á gatnamótum Flugvallarvegar og Sunnubrautar í Keflavík. Annar ökumaðurinn kvartaði um eymsli í hálsi og var önnur bifreiðin tekin burtu með kranabifreið.
Næturvaktin var afar róleg hjá lögreglu þar sem einn ökumaður var stöðvaður fyrir að virða ekki einstefnu á mótum Suðurgötu/Ránargötu.