Tveir á sjúkrahús eftir árekstur
- Árekstur á mótum Hringbrautar og Faxabrautar
Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Faxabrautar í Keflavík á dögunum. Hinir slösuðu voru ökumenn þeirra tveggja bifreiða sem í árekstrinum lentu. Fjarlægja þurfti aðra bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið.
Þá varð umferðaróhapp á Miðnesheiðarvegi í Keflavík en engin slys á fólki.